NTC

Blásarasveitir tónlistarskólans blása til frírra hrekkjavökutónleika í Hofi

Blásarasveitir tónlistarskólans blása til frírra hrekkjavökutónleika í Hofi

Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri bjóða bæjarbúum upp á fría tónleika í Hofi þriðjudaginn 31. Október næstkomandi. Aðgangur verður ókeypis og hefjast tónleikarnir klukkan 18:00.

Hátt í 70 nemendur skólans munu koma fram á tónleikunum þar sem flutt verður glæný draugasaga í samblöndu við ýmis hrekkjavökustef. Stjórnendur á tónleikunum verða Sóley Björk Einarsdóttir og Emil Þorri Emilsson og mun Vilhjálmur B. Bragason fara með hlutverk draugasögumanns.

„Hræðilega góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hvetjum alla til þess að mæta í hrekkjavökubúningi og halda upp á hrekkjavökuna með okkur! Boðið verður upp á “grikk eða gott” að tónleikum loknum.“ Segir í tilkynningu frá tónlistarskólanum. Nánari upplýsingar má finna á Facebook viðburði tónleikanna með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI