Á morgun leika bæði karla- og kvennalið KA í blaki lokaleik sinn í Unbrokendeildunum. Karlalið KA er nú þegar orðið deildarmeistari og hampar því titlinum sama hvernig þeirra leikur fer fram klukkan 17:00 er þeir mæta liði Vestra.
Kvennalið KA er á toppnum fyrir lokaumferðina og gæti verið orðinn deildarmeistari þegar þeirra leikur hefst en sigur mun alltaf tryggja þeim sigur í deildinni. Kvennalið KA mætir Þrótti Reykjavík í kjölfar karlaleiksins en þeirra leikur hefst kl. 19:30.
Leikirnir verða spilaðir í KA-heimilinu og aðalstyrktaraðilar blakdeildar KA bjóða öllum frítt á leikina en það eru Errea, Fura, Bílaleiga Akureyrar, Norlandair, Nesbræður og Vís. Þá verður pizzasala á svæðinu á milli leikja.