Björn Heiðar siglingamaður ársins 2017 – Ísabella Sól efnilegust

Björn Heiðar Rúnarsson úr Nökkva, félagi siglingamanna á Akureyri hefur verið valinn siglingamaður ársins á lokahófi hjá Siglingasambandi Íslands. Þá var Ísabella Sól Tryggvadóttir, einnig úr Nökkva, valin siglingaefni ársins.

Björn hefur um langt áraskeið verið einn af öflugustu siglingamönnum landsins. Hann vann til verðlauna á öllum mótum ársins sem hann tók þátt í og varð meðal annars Íslandsmeistari í opnum flokki á Íslandsmótinu í kænusiglingum. Hann hefur áður hlotið þennan titil 2012 og 2013.

Siglingaefni ársins er Ísabella Sól Tryggvadóttir. Hún lenti í öðru sæti í opnum flokki á Íslandsmótinu þar sem hún keppti m.a. við Björn Heiðar en þar réði reynslan úrslitum. Ísabella tók þátt í æfingabúðum í sumar í Gdansk, Póllandi, á vegum alþjóða siglingasambandsins, World Sailing. Þar æfði hún með mörgum af efnilegustu Laser-siglurum Evrópu og verður spennandi að sjá hana keppa við þá á komandi árum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó