NTC

Björn gerður að heiðursfélaga Einingar-Iðju

Björn gerður að heiðursfélaga Einingar-Iðju

 Björn Snæbjörnsson lét af störfum sem formaður Einingar-Iðju í gær eftir að hafa gegnt formannstöðunni í 31 ár. Fyrsta verk nýkjörins formanns félagsins, Önnu Júlíusdóttur, var að sæma Björn gullmerki Einingar-Iðju á aðalfundi sem fram fór í gær.

Að því loknu tilkynnti Anna jafnframt að stjórn félagsins hefði ákveðið að gera Björn að heiðursfélaga Einingar-Iðju. Fundargestir risu úr sætum og hylltu Björn vel og lengi. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju.

Anna Júlíusdóttir hefur verið varaformaður, er eins og áður segir, nýr formaður félagsins. Tryggvi Jóhannson, formaður Matvæla- og þjónustudeildar verður starfandi varaformaður í hennar stað út starfsárið. Tryggvi mun hefja störf á skrifstofu félagsins þann 15. maí næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó