NTC

Björk Óðinsdóttir í öðru sæti á Norðurlandamótinu í Ólympískum lyftingum

14570230_10210665319775411_5847496399177522252_n

Íslensku stelpurnar

Akureyringurinn Björk Óðinsdóttir gerði sér lítið fyrir og sló Íslandsmet í snörun þegar hún tryggði sér annað sætið á Norðurlandamótinu í Ólympískum lyftingum sem fram fór í Finnlandi um helgina.

Björk sem keppir fyrir Kraftlyftingarfélag Akureyrar keppti í -63 kg flokki snaraði heilum 83 kílóum sem er Íslandsmet. Í jafnhendingu lyfti hún 100 kílóum og átti góða tilraun við 106 kíló sem hefði sömuleiðis verið Íslandsmet. Þá lyftu fékk hún hins vegar dæmda ógilda og varð því að sætta sig við annað sætið.

Hin norska Ine Andersen sigraði í flokknum en hún lyfti samtals 183 kílóum, jafn mikið og Björk en þar sem hún var 600 grömum léttari sigraði hún flokkinn. Anna Hulda Ólafsdóttir, Lyftingarfélagi Reykavíkur hafnaði í 3. sæti.

 

Hér að neðan má sjá myndband af lyftunni sem skilaði metinu.

https://www.instagram.com/p/BLBb-T6DMTU/?taken-by=bjorkodins

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó