Björk fyrsta konan frá Akureyri til að keppa á HM í Ólympískum lyftingum

Akureyringurinn Björk Óðinsdóttir tók þátt í Heimsmeistarakeppninni í ólympískum lyftingum sem fóru fram í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún er fyrsta konan frá Akureyri sem tekur þátt í mótinu.

Björk hefur náð frábærum árangri á mótinu. Hún hafnaði í 7. sæti af 12 kepp­end­um í B-grúppu -63kg flokki kvenna og bætti Íslandsmet í snörun þegar hún snaraði 85 kg í sinni annarri tilraun. Þá bætti hún Íslandsmetið í jafnhendingu með báðum lyftum sínum. 106 kg í fyrstu tilraun og 109 kg í annarri. Hún reyndi við 112 kg í þriðju tilraun en náði ekki lyftunni. Ef 112 kg hefðu farið upp hefði það verið þyngsta jafnhending íslenskrar konu frá upphafi.

Björk lyfti samanlagt 194 kg sem er einnig nýtt Íslandsmet. Björk var skráð með slakasta árangurinn inn í mótið í sínum flokki og því frábær árangur hjá henni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó