Björk: Ég er alveg í skýjunum

Björk Óðinsdóttir náði flottum árangri á HM í ólympískum lyftingum í síðustu viku. Björk sem var að keppa í fyrsta skipti á mótinu bætti tvo Íslandsmet með lyftum sínum ásamt því að bæta Íslandsmet í samanlögðum árangri.

Björk segist vera í skýjunum með árangurinn í samtali við Kaffið, hún segir að á mótinu hafi hún í fyrsta skipti tekið áhættur með því að byrja á þungum lyftum og að hún sé mjög sátt með árangurinn.

„Nýji þjálfarinn minn, Tino, er búinn að vera að laga tæknina mína síðan ég flutti til San Diego. Ég er búin að bæta byrjunar stöðuna mína í snörun og þegar ég skipti um fót í jafnhendingunni.“ 

Sjá einnig: Björk fyrsta konan frá Akureyri til þess að taka þátt á HM í Ólympískum lyftingum

„Fyrsta lyftan í snörun gekk sjúklega vel og flaug upp, þá var ég með 82 kg. Þá fór ég upp í 85 kg sem fór líka upp og með því bætti ég mitt persónulega met, keppnis- og Íslandsmet. Ég byrjaði svo í 106 kg í jafnhendingunni en ég hafði aldrei byrjað hærra en 100 kg áður. Það gekk mjög vel þannig að ég fór í 109 kg sem gekk einnig mjög vel og var einnig nýtt persónulegt-, keppnis- og Íslandsmet.“

„Ég er alveg í skýjunum með þetta og stolt af sjálfri mér að taka áhættur. Ég hafði engu að tapa.“

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó