Björgvin Snær Magnússon frá Karatefélagi Akureyrar keppti fyrir hönd Íslands á Central England Karate Open í Worchester á Englandi síðastliðna helgi.
Björgvin var einn af fjórum keppendum frá Íslandi en hann náði bestum árangri íslensku keppendanna og endaði í öðru sæti. Björgvin keppti til úrslita í -63 kg. flokki 14 til 15 ára.
Mótið skipar stóran sess í íþróttinni á Bretlandseyjum en mótið telst úrtökumót fyrir enska landsliðið í karate.
Það verður áhugavert að fylgjast með þessum efnilega karate kappa í framtíðinni.
UMMÆLI