Gæludýr.is

Björg­un­arþyrl­an TF-LIF verður til sýn­is í Flugsafni Íslands

Björg­un­arþyrl­an TF-LIF verður til sýn­is í Flugsafni Íslands

Björg­un­arþyrl­an TF-LIF verður flutt til Ak­ur­eyr­ar á næst­unni þar sem hún verður til sýn­is í Flugsafni Íslands um ókom­in ár ásamt öðrum merk­um vél­um ís­lenskr­ar flug­sögu. Vonir standa til að flytja hana til Akureyrar í næsta mánuði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

TF-LIF kom til lands­ins árið 1995 og var í notk­un fram til 2020. Alls voru það 1.565 manns sem var bjargað eða flutt­ir í sjúkra­flugi með þyrlunni á 25 ára tíma­bili. Hún á því ein­stak­an sess í björg­un­ar­sögu Íslands.

Í byrj­un árs 2023 var TF-LIF sett í hefðbundið sölu­ferli hjá Rík­is­kaup­um. Aðeins barst eitt til­boð, frá sænska fyr­ir­tæk­inu EX-Change Parts AB. Fyr­ir­tækið bauð 910.000 evr­ur í þyrluna og vara­hluti henni tengda. Það jafn­gild­ir um 130 millj­ón­um ís­lenskra króna.

Sví­arn­ir tóku úr þyrlunni þá hluti sem þeir töldu nýti­lega. Að því búnu færðu færðu þeir Flugsafni Íslands á Ak­ur­eyri þyrluna að gjöf.

Nánar má lesa um málið á mbl.is með því að smella hér.

Mynd: mbl.is/Árni Sæberg

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó