Björgunarsveitir á Norðurlandi björguðu manni í sjálfheldu

Mynd; Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Um klukkan 5 í gær, 7. febrúar 2017, voru Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Norðurlandi kallaðar út. Maður var í sjálfheldu í Krossöxl ofan Ljósavatns.

Fjallið er erfitt yfiferðar sérstaklega í myrkri en það er mjög bratt og kjarri vaxið. Manninum tókst að gefa björgunarsveitamönnum ljósmerki sem auðveldaði leitina til muna. Hann hafði lagt af stað á fjallið frá áningarstað við Ljósavatn.

Í tilkynningu á vefsíðu Landsbjargar kemur fram að maðurinn hafi ekki verið búinn til fjallgöngu og hafi verið orðið kalt þegar björgunarsvetiamenn komu að honum í rúmlega 500 metra hæð. Maðurinn hafi þó verið óslasaður.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó