Bjórböðin á Árskógssandi opnuð

Í gær opnuðu Bjórböðin á Árskógssandi ásamt nýjum veitingastað. Bjórböðin eru þegar farin að taka á móti hópum. Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir rekstrarstjóri segir í viðtali við Akureyri Vikublað að margir hafi undrast á ákvörðun Bruggsmiðjunndar á því að byggja bjórheilsulind en með tímanum hafi undrunin breyst í eftirvæntingu. Böðin séu heilsulind fyrir fólk til að slaka á í en ekki til að fara á fyllerí.

Bjórheilsulindin er sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum en þessi aðferð er þekkt í Tékklandi og Slóveníu meðal annars. Í henni eru 7 bjórböð sem eru fyllt af bjór, vatni, humlum og geri sem á að vera mjög gott fyrir húðina. Bjórvatnið sjálft er ekki drykkjarhæft en bjórdæla verður við hvert bað sem hægt er að drekka á meðan fólk liggur í baðinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó