Bjórböðin á Árskógssandi eru nú komin á sölu, en fyrirtækið hefur átt erfitt með rekstur undanfarin ár. Mbl.is greindi til að mynda frá því í fyrra að Bjórböðin hafi verið rekin með 26 miljón króna tapi árið 2022.
Agnes Anna Sigurðardóttir, meðeigandi Bjórbaðanna, segir í samtali við mbl að eigendunum þyki sérlega vænt um fyrirtækið en nú séu þau einfaldlega búin á því og geti ekki staðið í rekstrinum lengur. Hún segir keðjuáhrif frá Covid faraldrinum og vaxtahækkanir Seðlabankans hafa leitt til þess að skuldir fyrirtækisins margfölduðust undanfarin tvö ár.
Nánari upplýsingar er að finna í umfjöllun Mbl.
UMMÆLI