Bjóða upp á rokksumarbúðir fyrir ungar stelpur og transfólk

Mynd af heimasíðu samtakanna.

Miðvikudaginn 10. maí fer fram kynning á starfi samtakanna Stelpur rokka! Norðurland á 4. hæð í Ungmennahúsinu Rósenborg á Akureyri. Á kynningunni verður farið yfir stefnu og tilgang samtakanna og fyrirkomulag á þeim viðburðum sem samtökin standa fyrir á árinu.

Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af femínískri hugsjón við að efla ungar stelpur og trans krakka í gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðirnar, þar sem þátttakendur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarkonum, fræðast um ýmsar hliðar tónlistar og jafnréttissbaráttu og koma fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjölskyldu.

Tveir hópar verða starfræktir á Akureyri í sumar, annarsvegar fyrir 10-12 ára dagana 6.-9.júní og hinsvegar fyrir 13-16 ára dagana 7.-11.ágúst.

Nánari upplýsingar um búðirnar má finna hér. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó