Bjóða upp listaverk til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis

Bjóða upp listaverk til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis

Gellur sem mála í bílskúr verða með málverkasýningu í Deiglunni föstudaginn 2. október kl. 16 til 22 og laugardaginn 3. október kl. 14 til 17. Á sýningunni verður uppboð á nokkrum myndum og söluverð rennur beint til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Sjá einnig: Gellur sem mála í bílskúr í Deiglunni

„Við sáum neyðarkall frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og ákváðum við að bregðast við því,“ segir Harpa Halldórsdóttir, gella sem málar í bílskúr.

Sjá einnig: Neyðarkall frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis

„Við vonumst til þess að bæjarbúar bregðist vel við og hjálpi okkur að styðja við félagið. Við vitum öll að það er mikil þörf fyrir Krabbameinsfélagið sem hefur stutt dyggilega við þá einstaklinga sem hafa þurft og þurfa að berjast við þennan óvelkomna gest sem krabbamein er.“ 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó