Næstkomandi laugardag heldur knattspyrnudeild Þórs sitt árlega herrakvöld. Von er á yfir 400 gestum í íþróttasalinn við Síðuskóla klukkan 18.00.
Einn af hápunktum kvöldsins verður þegar hinir ýmsu hlutir eru boðnir upp til styrktar félaginu. Málverk og fótboltatreyjur verða í boði, þar á meðal árituð treyja frá Liverpool goðsögninni John Barnes. Það sem vekur svo sérstaka athygli er matarboð sem boðið verður upp en sjónvarpsstjarnan Gummi Ben og stjörnukokkurinn Siggi Hall munu bjóða í mat.
Steindi Jr., Auðunn Blöndal, Blaz Roca, Dóri K, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar, fjallabróðir verða á meðal skemmtikrafta á kvöldinu.
UMMÆLI