NTC

Bjóða upp áritaða treyju John Barnes og matarboð með Gumma Ben og Sigga Hall

Bjóða upp áritaða treyju John Barnes og matarboð með Gumma Ben og Sigga Hall

Næstkomandi laugardag heldur knattspyrnudeild Þórs sitt árlega herrakvöld. Von er á yfir 400 gestum í íþróttasalinn við Síðuskóla klukkan 18.00.

Einn af hápunktum kvöldsins verður þegar hinir ýmsu hlutir eru boðnir upp til styrktar félaginu. Málverk og fótboltatreyjur verða í boði, þar á meðal árituð treyja frá Liverpool goðsögninni John Barnes. Það sem vekur svo sérstaka athygli er matarboð sem boðið verður upp en sjónvarpsstjarnan Gummi Ben og stjörnukokkurinn Siggi Hall munu bjóða í mat.

Steindi Jr., Auðunn Blöndal, Blaz Roca, Dóri K, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar, fjallabróðir verða á meðal skemmtikrafta á kvöldinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó