NTC

Bjó til magnaða ábreiðu af uppáhalds jólalagi móður sinnar

Bjó til magnaða ábreiðu af uppáhalds jólalagi móður sinnar

Gísli Freyr Sigurðsson, nemandi í 8. bekk í Brekkuskóla á Akureyri, hefur gefið út fallega ábreiðu af uppáhalds jólalagi móður sinnar, Last Christmas. Gísli vildi koma móður sinni á óvart og gleðja hana yfir hátíðarnar. Útfærslu Gísla má heyra hér að neðan.

„Hann tók sig til í þessu Covid ástandi gladdi mig óvænt með því að gera ábreiðu af Last Christmas með Wham til að sýna mér hvað við getum gert þrátt fyrir allt og hvað það skiptir miklu máli að við höfum hvert annað. Sannur jólaandi hjá drengnum,“ segir Kristín Helgadóttir, móðir Gísla, í samtali við Kaffið.

Kristín segir að vegna tímabundinna aðstæðna í heimsfaraldri hafi fjölskyldan ekki úr jafn miklu að moða og vanalega. Hún hefur þess vegna þurft að minna syni sína á að jólagjafirnar í ár verði í minni kantinum.

„Synir mínir minna mig reglulega á það að það skiptir ekki máli að fá stórar gjafir þar sem við höfum öll hvert annað og að við séum hamingjusöm. Ég fékk tár í augun þegar hann spilaði lagið fyrir mig og ég er svo stolt af honum. Stundum minna börnin okkur á það að jólaandinn er svo innilega í okkur sjálfum.“

Gísli Freyr er efnilegur tónlistarmaður en hann hefur verið að gefa út sína eigin tónlist undir notendanafninu FRIDAY ACTIXN á Youtube. Þú getur hlustað á magnaða ábreiðu hans í spilaranum hér að neðan.

Styrkja Kaffið.is

Sambíó

UMMÆLI