Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, segist bjartsýnn á að Bíladagar geti farið fram á Akureyri með nánast óbreyttu sniði í ár. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.
Sjá einnig: Enginn Fiskidagur í ár
2000 manna fjöldatakmörkun mun líklega ekki koma í veg fyrir að Íslandsmót sem verða á hátíðinni geti farið fram. Hátíðin fer fram um miðjan júní hvert ár og laðar þúsundir einstaklinga til Akureyrar.
Í Morgunblaðinu segir að enn sé óvíst með ýmsar útfærslur, svo sem hvaða viðburðir verði haldnir en ljóst sé að keppnir eins og götuspyrna og torfærukeppni geta verið haldnar. Þá á eftir að ákveða hvernig bílasýningin verður útfærð, hvort æskilegra væri ef til vill að hafa hana utandyra.