Framsókn

Bjarmahlíð fékk jólakortastyrk Kennarasambands ÍslandsJónína Hauksdóttir, varaformaður KÍ, afhenti Agnesi Björk Blöndal, aðstoðarsaksóknara hjá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra og formanni framkvæmdaráðs Bjarmahlíðar, styrkinn

Bjarmahlíð fékk jólakortastyrk Kennarasambands Íslands

Fimmtudaginn 22. desember veitti Kennarasamband Íslands 400 þúsund króna styrk til starfs Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Um er að ræða hinn svokallaða Jólakortastyrk Kennarasambandsins en það hefur ekki sent jólakort um langt árabil og þess í stað látið fé af hendi rakna til stofnana, samtaka og félagasamtaka sem vinna að velferð barna og ungmenna.

Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir einstaklinga frá 16 ára aldri sem hafa verið beittir ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar. Bjarmahlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnanna og samtaka sem koma að vinnu á staðnum. Brotaþola er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og einstaklingum að kostnaðarlausu. Markmiðið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið.

Bjarmahlíð er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, félagsmála- og dómsmálaráðuneytisins, Lögreglunnar á Norðurlandi Eystra, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Sjúkrahússins á Akureyri, Aflsins, Samtaka um kvennaathvarf, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.

VG

UMMÆLI