Bjarki Jóhannsson í leikmannahópi dönsku meistaranna frá ÁlaborgLjósmynd: Handbolti.is/Aalborg Håndbold

Bjarki Jóhannsson í leikmannahópi dönsku meistaranna frá Álaborg

Bjarki Jóhannsson, 18 ára Akureyringur, var óvænt í leikmannahópi danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold þegar liðið mætti Mors-Thy í úrvalsdeildinni í handbolta síðastliðinn sunnudag. Leikurinn fór fram á heimavelli Mors-Thy og höfðu þeir betur, en þeir skoruðu35 mörk gegn 34 mörkum Aalborg Håndbold (sjá leikskýrslu hér). Bjarki var eins og fyrr segir skráður í leikmannahóp Aalborg Håndbold fyrir leikinn (sjá hér) og fékk númerið 26, en steig ekki á völlinn í þetta sinn. Handbolti.is greindi fyrst frá.

Bjarki er, sem fyrr segir, Akureyringur og spilaði handbolta hjá KA á yngri árum, enda alinn upp í KA fjölskyldu. Samkvæmt heimildum handbolti.is hefur Bjarki búið í Álaborg undanfarin ár og æft þar af af miklum krafti.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó