NTC

Birta CBD í lúgur á Norðurlandi

Birta CBD í lúgur á Norðurlandi

Birta CBD heldur áfram að vera leiðandi afl í lúguvæðingu CBD sölu á íslandi. Eftir frábært samstarf við Aktu Taktu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákveðið að færa út kvíarnar og hefja sölu á CBD olíum í gegnum lúgu á höfuðstað Norðurlands, Akureyri.

Olíurnar verða nú til sölu fyrir bæði gangandi og keyrandi viðskiptavini Leirunestis og AK-inn. Staðirnir eru tveir af hornsteinum bæjarins, tveir turnar á sitthvorum endanum. Á dögunum fóru þeir Eiki Helgason og Gauti Þeyr, eigendur Birtu CBD, með fyrstu vörurnar í lúgurnar en Eiki vill einmitt meina að hann sé einn af stærstu viðskiptavinum AK-inn og Leirunestis.

„Ég kem svona 2-3 í viku við á AK-inn svo það var bara borðliggjandi að heyra í þeim hvort það væri ekki einhver fótur fyrir því að bjóða upp á olíurnar okkar hérna,“ segir Eiki.

Til sölu verður vörulínan Ósk í 10ml einingum. Allar óskirnar þrjár, sú venjulega og einnig jarðarberja og bláberja útgáfurnar.

„Akureyri hefur alltaf átt sérstakan sess í hjarta mínu. Ég bjó náttúrulega fyrstu árin hér á Akureyri og eftir það kom ég reglulega til ömmu og afa svo ég á ljúfar minningar héðan auk þess sem besti tónleikastaður landsins, Græni Hatturinn er hér líka. Maður er pínu að loka hringnum núna á Leirunesti því það var alltaf stoppað í pylsu hér í heimsóknum þegar ég var lítill,“ sagði Gauti meðan hann var að koma vörunum fyrir í Leirunesti. 

Við tækifærið voru þeir Róbert og Markús á Leirunestist og AK-inn kátir. „Það er gaman að geta verið fyrsta fyrirtækið í bænum sem býður upp á CBD olíur í lúgu. Það er bara kjörið tækifæri til að breikka okkar vöruúrval og auka þjónustuna við bæjarbúa og okkar kúnna.“

Einnig geta Norðlendingar verslað olíur í Braggaparkinu, Laufásgötu 1.

Þessi grein er gerð í samstarfi við Birtu CBD. Nánar um auglýsingar á Kaffið.is hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó