Gæludýr.is

Birnir Vagn bætti 20 ára gamalt met

Birnir Vagn bætti 20 ára gamalt met

Birnir Vagn Finnsson, frjálsíþróttamaður hjá UFA, bætti 20 ára gamalt aldursflokkamet Óttars Jónssonar í 60 metra hlaupi utanhúss á Akureyrarvelli síðastliðinn laugardag. Birnir hljóp 60 metrana á 7,09 og bætti met Óttars sem var 7,17.

Birnir hefur verið að gera mjög góða hluti nú í sumar, bætti sig umtalsvert í langstökki og náði silfurverðlaunum á Meistaramóti Íslands sem fram fór á Akureyri ekki alls fyrir löngu.  Grindahlaup er einnig ein af greinum Birnis, en þar á hann besta árangur sumarsins í sínum aldursflokki 16-17 ára, 14,91. 

„Við hjá UFA gleðjumst yfir góðum árangri Birnis, en hann er góð fyrirmynd yngri iðkendum, jafn innan vallar sem utan. Birnir hefur einnig aðstoðað við þjálfun yngri iðkenda UFA í sumar,“ segir í tilkynningu frá UFA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó