NTC

Birna María til liðs við UFA

Birna María til liðs við UFA

Hlaupakonan Birna María Másdóttir, einnig þekkt sem Bibba, hefur skrifað undir samning við UFA. Birna hefur skotist hratt upp í hlaupaheiminum á Íslandi og þrátt fyrir stuttan feril hefur hún náð áföngum á borð við annað sæti í Súlur Vertical 29km og fimmta sæti í Mýrdalshlaupinu.

Birna mun prófa sig áfram í styttri vegalengdum með UFA. Hún segir að uppáhalds vegalengdir sínar séu 20 til 30 kílómetra fjallahlaup eða 10 kílómetra hlaup. Hún segist þó vera spenntust fyrir því að prófa 3000 og 1500 metra hlaup með UFA.

Kærasti Birnu er Akureyringurinn Egill Örn Gunnarsson, sem er einn af helstu hlaupurum landsins. Hann skrifaði einnig undir samning við UFA og heldur því áfram sínu samstarfi við félagið. Hann sigraði Súlur Vertical 19 km og tók þriðja sæti í Istria 42 km í Króatíu á árinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó