NTC

Birna fékk verðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki á Grímuverðlaununum

Birna fékk verðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki á Grímuverðlaununum

Birna Pétursdóttir hlaut Grímuverðlaunin í kvöld fyrir hlutverk sitt sem Daði dreki í sýningu Leikfélags Akureyrar, Benedikt Búálfur. Birna var tilnefnd sem leikkona ársins í aukahlutverki.

Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir  voru einnig tilnefndar í flokknum en Birna hlaut verðlaunin á Grímunni, Íslensku sviðslistaverðlaunin sem voru afhent í Tjarnarbíói í kvöld. 

Sýningar á Benedikt búálfi í Hofi eru komnar í pásu í bili en sýningin verður tekin upp að nýju í haust. 

Sambíó

UMMÆLI