NTC

Birkir og Aron Einar á lista yfir launahæstu íþróttamennina

Birkir Bjarnason

Birkir Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson, landsliðsmenn í knattspyrnu, eru báðir á lista í Áramótum, nýju blaði Viðskiptablaðsins. Á listanum má sjá 25 launahæstu íslensku íþróttamennina árið 2017. Áætluð laun eru í krónum, talin fyrir skatta.

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hjá Everton á Englandi er lang launahæstur íslenskra íþróttamanna með 660 milljónir króna í árslaun. Það gera um 55 milljónir í mánaðarlaun.

Birkir Bjarnason, knattspyrnumaður hjá Aston Villa á Englandi, er í 4.sæti listans og Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff City, er í því áttunda.

Gylfi Þór þénar ótrúlegar upphæðir á Englandi

23 af þeim 25 atvinnumönnum sem eru á listanum eru knattspyrnumenn en þar er einnig að finna tvo handknattleiksmenn.

25 launahæstu íslensku atvinnumennirnir
Gylfi Þór Sigurðsson (Everton) um 660 milljónir króna
Aron Jóhannsson (Werder Bremen) um 200 milljónir króna
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) um 180 milljónir króna
Birkir Bjarnason (Aston Villa) um 170 milljónir króna
Ragnar Sigurðsson (Fulham/Rubin Kazan) um 150 milljónir króna
Alfreð Finnbogason (Augsburg) um 150 milljónir króna
Sverrir Ingi Ingason (Rostov) um 140 milljónir króna
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff) um 135 milljónir króna
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes) um 130 milljónir króna
Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv) um 125 milljónir króna
Jón Daði Böðvarsson (Reading) um 110 milljónir króna
Emil Hallfreðsson (Udinese) um 80 milljónir króna
Hörður Björgvin Magnússon (Bristol) um 75 milljónir króna
Aron Pálmarsson (Barcelona/handbolti) um 60 milljónir króna
Rúrik Gíslason (Nurnberg) um 50 milljónir króna
Guðjón Valur Sigurðsson (Rhein Neckar Löwen/handb). um 50 m.
Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshoppers) um 45 milljónir króna
Matthías Vilhjálmsson (Rosenborg) um 45 milljónir króna
Björn Bergmann Sigurðarson (Molde) um 45 milljónir króna
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor) um 45 milljónir króna
Guðlaugur Victor Pálsson (Zurich) um 45 milljónir króna
Ari Freyr Skúlason (Lokeren) um 40 milljónir króna
Kári Árnason (Aberdeen) um 40 milljónir króna
Hannes Þór Halldórsson (Randers) um 30 milljónir króna
Arnór Ingvi Traustason (Malmö) um 30 milljónir króna
Byggt á lista Viðskiptablaðsins. Áætluð laun í krónum. Talið fyrir skatta.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó