NTC

Birkir Heimisson í nærmynd – Zlatan í uppáhaldi

Birkir Heimisson er sextán ára gamall knattspyrnumaður sem samdi við hollenska úrvalsdeildarliðið Heerenveen síðastliðið sumar.

Birkir er uppalinn hjá Þór og lék sex leiki fyrir liðið í Inkasso-deildinni á nýafstaðinni leiktíð áður en hann færði sig um set til Hollands í júlí.

Hann hefur leikið 16 leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk en hann hefur einnig borið fyrirliðabandið í undanförnum leikjum U-17 ára landsliðsins.

Nærmynd af Birki Heimissyni

Kaffið fékk Birki til að svara nokkrum spurningum. Afraksturinn af því má sjá hér fyrir neðan.

cmb67h1weaaw4xn_0

Birkir í búningi Heerenveen

Sætasti sigur á ferlinum: Á móti KA í bikarúrslitaleik í 3.flokki, 3-0 þægilegt

Mestu vonbrigðin: Tapa úrslitaleik á móti Danmörku í Finnlandi

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA

Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Aron Jóhannsson (Haukum)

Uppáhalds erlenda íþróttalið (Allar íþróttir): Liverpool

Uppáhalds íþróttamaður allra tíma: Zlatan

Fyrirmynd í æsku: Aron Einar Gunnarsson

Uppáhalds staður í öllum heiminum: Þorpið

Mest pirrandi andstæðingur: Jónas á æfingum!

Ertu hjátrúarfullur: Nei

Ef þú mættir vera atvinnumaður í annarri íþrótt, hver væri það? Körfubolti

Settu saman lið samansett af bestu leikmönnum sem þú hefur spilað með: Aron Birkir Stefánsson; Sveinn Elías Jónsson, Gauti Gautason, Tómas Örn Arnarson, Ingi Freyr Hilmarsson; Birkir Heimisson, Ármann Pétur Ævarsson; Guðni Sigþórsson, Ágúst Eðvald Hlynsson, Jónas Björgvin Sigurbergsson; Aðalgeir Axelsson. Leikkerfi 4-2-3-1.

Sambíó

UMMÆLI