Birkir Heimisson gengur til liðs við Val

Birkir Heimisson gengur til liðs við Val

Akureyringurinn ungi og efnilegi, Birkir Heimisson, hefur gengið til liðs við Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vals í dag.

Birkir er uppalinn í Þór á Akureyri en hann var seldur til hollenska félagsins Heerenveen árið 2016.

Birkir sem er aðeins 19 ára gamall er fyrsti leikmaðurinn sem Heimir Guðjónsson, nýr þjálfari Vals, fær til liðsins.

https://www.facebook.com/ValurFotbolti/videos/1509761315846399/
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó