Akureyringurinn ungi og efnilegi, Birkir Heimisson, hefur gengið til liðs við Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vals í dag.
Birkir er uppalinn í Þór á Akureyri en hann var seldur til hollenska félagsins Heerenveen árið 2016.
Birkir sem er aðeins 19 ára gamall er fyrsti leikmaðurinn sem Heimir Guðjónsson, nýr þjálfari Vals, fær til liðsins.