Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson var valinn manneskja ársins 2021 af lesendum Kaffið.is. Birkir Blær sigraði sænsku Idol keppnina á árinu sem var að líða og var fyrirmyndar fulltrúi Íslands og Akureyrar.
Birkir heillaði sænsku og íslensku þjóðina með frammistöðum sínum í þáttunum og einnig með persónutöfrum sínum. Birkir stóð uppi sem sigurvegari í kosningu Kaffið.is með um þúsund atkvæði.
Kosningin var spennandi enda margir sem stóðu upp úr á árinu. Í öðru sæti í kosningunni, rétt á eftir Birki, var handboltalið KA/Þórs sem vann alla titla sem í boði voru á Íslandi. Liðið tók einnig þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn og stelpurnar sýndu að þær áttu vel heima þar.
Í þriðja sæti voru hjúkrunarfræðingar HSN og Slökkviliðið á Akureyri sem stóðu fyrir bólusetningum á Norðurlandi.
Sjá einnig: Tilnefningar til manneskju ársins 2021 á Kaffinu
UMMÆLI