Norðlenski tónlistarmaðurinn Birkir Blær heldur tónleika í Hofi föstudagskvöldið 18. júní. Þar mun hann syngja frumsamið efni af nýútgefinni plötu ásamt óútgefnu efni og vel völdum ábreiðum. Birkir er vanur að koma fram einn með græjurnar sínar, en í þetta sinn hefur hann með sér einvala lið hljóðfæraleikara þar á meðal Eyþór Ingi Jónsson – píanó og Hreinn Orri Óðinsson – synth, tölvuhljóð og söngur.
Tónleikarnir munu fara fram í svarta kassanum í Hamraborg. Miðasala er í fullum gangi á mak.is
Tónleikarnir eru hluti af Listviðburðaröð VERÐANDI í tilefni af 10+1 árs afmæli Menningarhússins Hofs.
UMMÆLI