Birkir Blær heldur tónleika á LYST

Birkir Blær heldur tónleika á LYST

Birkir Blær heldur tónleika á LYST í Lystigarðinum á Akureyri laugardaginn 3. ágúst næstkomandi. Þar mun hann mun flytja blöndu af nýju og gömlu efni ásamt vel völdum ábreiðum.

Birkir Blær er 24 ára tónlistarmaður frá Akureyri en hann hefur verið búsettur í Stokkhólmi undanfarin ár. Hann er söngvari, lagasmiður, hljóðfæraleikari og pródúsent. Hann vill ekki festa tónlistina sína í einum ákveðnum flokki, heldur fær hann innblástur úr öllum áttum en allra helst frá soul, blues og r&b. Birkir er reyndur tónlistarmaður, hann hefur haldið ótal tónleika og komið fram í útvarpi, sjónvarpi og á tónlistarhátíðum. Hann hefur gefið út tónlist sem hefur nú verið streymt tæplega 6 milljón sinnum á Spotify. Hann er sennilega þekktastur fyrir að hafa unnið sænsku Idol keppnina árið 2021. Birkir starfar nú sem tónlistarmaður bæði á Íslandi og í Svíþjóð.

Hægt er að fylgja Birki Blæ á öllum samfélagsmiðlum og tónlistarveitum hér: linktr.ee/birkir.blaer.

Miðaverð: 4000

Miðasala: https://lyst.is/vidburdir/birkir-blaer-a-lyst/

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó