Birgir Baldvinsson skrifar undir nýjan samning við KA

Birgir Baldvinsson skrifar undir nýjan samning við KA

Birgir Baldvinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2027. Þetta kemur fram í tilkyningu á vef KA.

„Þetta eru stórkostlegar fréttir enda hefur Biggi verið gríðarlega öflugur í gula og bláa búningnum og afar jákvætt að halda honum innan okkar raða,“ segir í tilkynningu KA.

Biggi sem er 23 ára gamall vinstri bakvörður er uppalinn hjá KA og hefur leikið 31 leik fyrir félagið í deild, bikar og evrópu. Meðfram því að leika með KA hefur Biggi stundað krefjandi nám í Bandaríkjunum en vegna námsins hefur hann þurft að yfirgefa herbúðir KA á miðju sumri í ár sem og í fyrra.

Biggi lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KA sumarið 2018 en hann lék á láni sumrin 2020-2022 með Aftureldingu og Leikni þar sem hann vakti verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína. Þá hefur hann verið að leika með háskólaliði Wisconsin á meðan náminu ytra stendur yfir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó