Gæludýr.is

Binni Glee – Búið að vera besta ár lífs míns

Binni Glee

Binni Glee

“Ég held að þessar vinsældir séu útaf því að ég byrjaði að mála mig og öðrum þótti það geggjað eða vildu fylgjast með því,” segir Brynjar Steinn, ungur Akureyringur sem hefur hreinlega slegið í gegn á Snapchat í undanfarin misseri.

Binni, sem oftast er kallaður Binni Glee snappar um allt milli himins og jarðar en hann byrjaði nýlega að kenna fólki að mála sig. Sjálfur segist hann vera algjör byrjandi í þeim efnum. Kaffið.is settist niður með þessum unga og lífsglaða strák.

Er með 14 þúsund fylgjendur á Snapchat

Eins og áður segir hefur Binni notið gríðarlegra vinsælda á Snapchat en hann þykir bæði fyndinn og sniðugur. Hann segir að þessi mikli áhugi hafi komið sér á óvart. ,,Áhuginn gæti verið vegna þess hve einlægur ég er en margir hafa hrósað mér fyrir það,” segir Binni.

Auðvelt að koma útúr skápnum

Binni, sem er samkynhneigður, kom út úr skápnum fyrir tæpu ári síðan. Hann segir það hafa verið lítið mál að taka skrefið og koma út. ,,Fólk frétti þetta strax og þetta var ekkert vesen.”

Binni segir það hafa verið mikið heillaskref fyrir sig að láta vaða og sér alls ekki eftir því í dag. ,,Bráðum er eitt ár síðan ég kom út úr skápnum og þetta ár er búið að vera eitt besta ár sem ég hef upplifað. Mér líður þúsund sinnum betur og gæti ekki beðið um betra líf.”

Hvetur þá sem eru í skápnum til að ,,kýla á það”

Vegna vinsælda Binna, sérstaklega hjá ungu fólki, má gera ráð fyrir því að margt ungt fólk líti upp til hans en hann hvetur fólk til að vera það sjálft og lifa lífinu. ,,Það er svo miklu betra að lifa lífinu eins og maður á að lifa heldur en í einhverri lygi eða þykjast vera einhver annar en maður er,” segir Binni að lokum.

Kaffið hvetur alla til að fylgjast með Binna á Snapchat en notendanafnið hans er binniglee.

binnibinni

Sambíó

UMMÆLI