Umferðarslys átti sér stað í gærkvöldi þegar ökumaður keyrði á skilti rétt við Skógarböðin, nánar tiltekið við gatnamót Eyjafjarðarbrautar eystri og Leiruvegar, og endaði út í sjó. Þetta kemur fram á mbl.is, þar kemur einnig fram tildrög slyssins en gaddar á skó ökumanns festust í bensíngjöfinni og náði hann því ekki að lyfta fætinum af henni. Því hafi hann keyrt á skiltið og endað út í sjó.
„Ökumaðurinn, sem var fullorðinn maður, sat í bifreiðinni þar sem sjór var upp á miðja hurð þegar lögregla kom á vettvang og aðstoðaði hún hann við að komast í land,“ segir á mbl.is ásamt því kemur þar fram að samkvæmt lögreglunni á Akureyri hafi ökumaður reynst óslasaður en bifreið hans var talsvert skemmd.
Hér að neðan sést aðsent myndbrot frá slysstað í gærkvöldi.
UMMÆLI