NTC

Bikarúrslit á Akureyri í fyrsta sinn í sögunni

Allir í Höllina á morgun!

Bikarúrslitaleikur Þórs og KA verður leikinn í Íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, sunnudag, en um er að ræða leik í bikarúrslitum yngra árs 4.flokks karla.

Aldrei áður hafa bikarúrslit í handbolta verið leikin á Akureyri en félögin fóru þess á leit við Handknattleikssamband Íslands að færa leikinn norður í ljósi þess að um Akureyrarslag er að ræða.

Var sú beiðni samþykkt og hefjast herlegheitin klukkan 14:00 en húsið opnar klukkutíma fyrir leik.

Bæði lið hafa leikið afar vel í vetur en KA-menn sitja á toppi efstu deildar og hafa aðeins tapað tveim leikjum í deildinni í vetur. Þórsarar eru deild neðar en tróna á toppnum þar með aðeins einn tapleik í þrettán leikjum.

Sambíó

UMMÆLI