
Tryggvi Hlina tók átján fráköst.
Þórsarar eru úr leik í Maltbikarnum í körfubolta eftir tap gegn Grindavík í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið lengstum og unnu að lokum þrettán stiga sigur, 61-74.
Það verða því Grindvíkingar sem taka þátt í bikarhelgi KKÍ í næsta mánuði en þar verður mikið um dýrðir þegar úrslit bikarsins verða útkljáð með Final-Four helgi.
George Beamon var atkvæðamestur í liði Þórs í kvöld með 23 stig. 216 sentimetra miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var öflugur undir körfunni en hann tók alls átján fráköst í leiknum.
Stigaskor Þórs: George Beamon 23, Darrel Lewis 15, Ingvi Rafn Ingvarsson 12, Tryggvi Snær Hlinason 8/18 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 3.
Stigaskor Grindavíkur: Lewis Clinch Jr. 20, Ómar Örn Sævarsson 15, Ólafur Ólafsson 15, Dagur Kár Jónsson 9, Þorsteinn Finnbogason 5, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Þorleifur Ólafsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2.