NTC

Biðlar til íbúa í Naustahverfi að vera á varðbergi – Barn kom að manni í eldhúsinu

Naustahverfi


„Hún er inní eldhúsi að brasa þegar hún lítur við, þar stendur maður sem kominn er inn að eldhúsborði. Honum auðvitað brá við það að sjá hana og hljóp á brott.“
Þetta kemur fram í Facebookfærslu sem áhyggjufullur íbúi í Naustahverfi setti á Facebook hópinn Naustahverfi í gærkvöldi.

Dagný Möller, íbúi í hverfinu sem birti færsluna hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart þjófum en atvikið átti sér stað um kvöldmatarleytið í gær. Fram kom að maðurinn hafi verið svartklæddur og líklega í kringum fertugt.

Sambíó

UMMÆLI