Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri er nú að kljást við eldsvoða í Hafnarstræti.
Í tilkynningu á Facebook síðu slökkviliðsins eru Akureyringar beðnir um að halda sig frá vettvangi eldsins og nærliggjandi götum til þess að tryggja örugga leið björgunarliðs til og frá vettvangi.