Best í heimi?

Best í heimi?

Íslenskt sumar. Ekki beint tíminn til að dorma í sólinni með kalt í glasi, hvorki heitur sjór eða sérstaklega hlýjir vindar-svona yfirleitt. Enginn hlýja til að bræða burtu vetrarverkina, engin sól sem dansar á augnlokunum þegar maður lokar augunum,-svona yfirleitt. Stundum er sólskin og oftar en maður trúir, en sólin er hvikul og feimin og þorir ekki að fara mjög nærri. Þess vegna verður hún sjaldan heit.

Íslenskt sumar. Óðagot í að setja niður kartöflur, sumarblóm, kryddjurtir, jarðarber og kál. Allt sem hægt er að rækta í sólarleysinu skal reynt að rækta á meðan tími gefst til. Grasið grær hratt og vel í rigningu og kulda og alla daga er einhver nágranninn að slá og ilmurinn er sterkur og sætur og kitlar nefið.

Íslenskt sumar. Grill, – íslenskt lambakjöt og þýskar pylsur. Kryddlegir í öllum regnbogans litum og brögðum, fólk skiptist á uppskriftum og grillar allt sem mögulega lætur grillast. Skítt með það þótt sjaldnast sé hægt að borða úti,- það sem eldað er á grilli, bragðast einstaklega vel og fer stórkostlega með litlum og vanþroskuðum kryddjurtum úr eldhúsglugganum.

Íslenskt sumar. Litir sem eru engum öðrir líkir. Svo kröftugir að þeir taka í augun. Miðnætursól, fjólublár himinn, bleik skýin, sterkgular sóleyjar og grængresi þegar sólin lækkar á lofti. Grængolandi sjór með hvítum fossum á öldutoppum í golunni. Fagurlit hross í haga.

Íslenst sumar. Gráð, þokuloft, skyggni tveir kílómetrar, rigning í grennd (enginn vill búa í Grennd), hiti fimm stig.

Íslenskt sumar,- heimsins besta.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó