Bergvin yfirgefur Akureyri

Bergvin Þór

Handknattleiksmaðurinn Bergvin Þór Gíslason mun ekki leika með Akureyri í 1. deild karla í handbolta næsta vetur. Bergvin sem er uppalinn hjá Þór og hefur spilað með Akureyri undanfarin ár hefur skrifað undir samning við ÍR um að spila með liðinu í Olís deildinni.

Bergvin hefur glímt við erfið axlarmeiðsli undanfarin ár en hann var val­inn efni­leg­asti leikmaður árs­ins 2013 á loka­hófi HSÍ. ÍR-ingar eru nýliðar í Olís deild karla en Akureyri féll úr deildinni síðasta vetur.

Bergvin hefur verið einn besti leikmaður Akureyrar liðsins undanfarin ár og er þetta mikill missir fyrir liðið. Bergvin   hittir fyrir hjá ÍR fyrrum samherja sína hjá Akureyri þá Halldór Loga Árnason og Valþór Atla Guðrúnarson.

Sjá einnig:

„Hugsaði með mér hvort þetta væri ekki bara orðið gott.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó