NTC

Bergur Jónsson er nýr yfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystraLjósmynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra.

Bergur Jónsson er nýr yfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra

Þann 1. nóvember síðastliðinn tók Bergur Jónsson við sem nýr yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta tilkynnti embættið á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir eftirfarandi um Berg:

Bergur er fæddur og uppalinn Akureyringur og hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 1995, bæði sem rannsóknarlögreglumaður, lögreglufulltrúi og varðstjóri í sérsveit. Þá var hann aðstoðaryfirlögregluþjónn yfir rannsóknardeild embættisins í 4 ár, gegndi sömu stöðu hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra í eitt ár og hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum á löggæslusviði í tvö ár.

Bergur er nú að koma til baka til okkar með fjölbreytta reynslu og þekkingu og er það mikið gleðiefni. Hann mun vinna með embættinu að þeim yfirmarkmiðum okkar að standa fyrir faglegum vinnubrögðum í hvívetna og vinna að því að öllum líði vel í starfi hjá embættinu.

Velkominn heim Bergur.

Sambíó

UMMÆLI