Akureyringurinn Bergrún Andradóttir hefur verið ráðin í starf móttökuritara hjá Samtökunum 78. Bergrún hóf störf í byrjun mánaðar.
Samtökin ’78 er hagsmunafélag hinsegin fólks á Íslandi. Félagið býður upp á ráðgjöf, fræðslu, félagslíf, ungmennastarf og öfluga hagsmunabaráttu.
Bergrún er með gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og stundar nú nám í Menningarfræði við sama skóla.
„Við bjóðum Bergrúnu Andradóttur innilega velkomna til starfa en hún hóf störf sem móttökuritari Samtakanna ’78 í byrjun mánaðar. Bergrún er við á skrifstofunni á opnunartíma og þú munt mjög líklega spjalla við hana þegar þú hringir inn. Velkomin Bergrún,“ segir í tilkynningu frá Samtökunum 78.
UMMÆLI