Bergið Headspace kemur norður

Bergið Headspace kemur norður

Akureyrarbær og Bergið Headspace hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við ungt fólk sem þarf stuðning og ráðgjöf, þróun á geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk, þjónustu sem byggir á snemmtækri íhlutun. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

„Ríkur vilji er til að taka höndum saman og mæta óskum ungs fólks á svæðinu um þjónustu á svæðinu. Á stórþingi barna á Akureyri kom fram skýr vilji barna og ungmenna um að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni. Það kom einnig fram að mikilvægt væri að börn og ungmenni gætu milliliðalaust sóst eftir aðstoð frá fagfólki. Það er því mikið fagnaðarefni að geta nú sagt að slík þjónusta sé í boði,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar.

Bergið Headspace á Akureyri verður opið einu sinni í viku auk þess sem alltaf er hægt að óska eftir ráðgjöf í gegnum netspjall, hringja eða senda tölvupóst. Bergið Headspace á Akureyri verður í samvinnu við starfsfólk forvarna- og frístundadeild Akureyrar sem m.a. starfar við Virkið og mun Bergið Headspace Akureyri deila húsnæði með Virkinu í Íþróttahöll bæjarins við Skólastíg.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó