Bent nálgastLjósmynd: THORGEIR OLAFSSON

Bent nálgast

Bent er ekki sá eini sem leggur leið sína til Akureyrar en ásamt honum munu XXX Rottweiler hundar troða upp í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 30. ágúst næstkomandi. Kaffið lagði nokkrar laufléttar spurningar fyrir Ágúst Bent í tilefni tónleikanna.

Ljósmynd: THORGEIR OLAFSSON

Nú fer Bent að nálgast Akureyri, eitthvað gigg sem stendur upp úr hér fyrir norðan?

Þegar við lendum í reðurhöfuðborginni verður alltaf allt vitlaust. Samt svo rétt. Manni er alltaf minnistætt þegar við spiluðum á þakinu á BT ásamt BT músinni. Það var hættulegt, eins og reyndar allir tónleikar með Rottweiler.

Það er orðið svolítið síðan þú varst síðast í leikstjórastólnum, eru einhver ný leikstjóraverkefni á döfinni?

Nýjustu verkefni hafa verið í auglýsingum, sem eru í mínu tilfelli meira eins og sketsar. Þær sem ég gerði fyrir Guide to Europe hafa verið að vekja lukku og löngun til ferðalaga. Það er allskonar í bígerð, bæði sjónvarpsþættir og heimildamyndir. Þetta er tímafrekt stöff en þetta er leiðinni.

Eru Rottweiler ennþá sponsaðir af Snuffy neftóbakinu eins og kom fram í hinni fornu heimildarmynd hundanna?

Mér þykir leitt að tilkynna það en ekkert í þessari heimildamynd er satt. Við hundarnir höfum forðast alla spons samninga sem aðrir rapparar ættu kannski að taka sér til fyrirmyndar. 

Hverju má búast við á tónleikum ykkar hérna á Akureyri?

Þetta verður stórkostlegt. Menningarlegt stórvirki. Miklu meira en bara tónleikar, þetta er upplifun. Öll ljós, grafík og sviðsmynd er svo útpælt og vandað. Það verða meira að segja matarvagnar. Rottweiler eru með prógram sem hefur tekið 25 ár að fullkomna og öll hin atriðin eru geggjuð líka.

Hvernig tekuru kaffið þitt?

Ég byrja daginn á sterkum senseo. Ég er ekki mjög snobbaður í þessu, vil alltaf uppáhelt. Finnst smá pirrandi þegar það er ekki til filtered coffee og ég þarf að sætta mig við americano. Svo er ég aðeins að færa mig yfir í köldu kaffi drykkina þessa dagana.

Hvað er svo í vændum eftir þessa tónleika?

Tónlistarútgáfa, heimildamynd og að leggjast sáttur á koddann. 

Við þökkum Bent kærlega fyrir spjallið en það má búast við mikilli sýningu á tónleikum Rottweiler hundanna og við hvetjum lesendur til þess að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó