Benedikt búálfur tilnefndur sem leiksýning ársins

Benedikt búálfur tilnefndur sem leiksýning ársins

Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur hefur verið tilnefndur sem Leiksýning ársins, á Sögum-verðlaunahátíð barnanna!

Skemmtilegasta verðlaunahátíð landsins, Sögur-verðlaunahátíð barnanna, fer fram með pompi og prakt laugardaginn 5. júní næstkomandi, kl 19.45 í Hörpu og í beinni útsendingu á RÚV.

Á verðlaunahátíðinni fá börn á aldrinum 6-12 ára tækifæri til að verðlauna það sem þeim hefur þótt skara fram úr í barnamenningu á árinu sem er að líða. 

Sýningar á Benedikt búálfi eru komnar í pásu í bili en sýningin verður tekin upp að nýju í haust. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó