NTC

Benedikt búálfur snýr aftur í Samkomuhúsið um helgina

Benedikt búálfur snýr aftur í Samkomuhúsið um helgina

Sýningar á fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfur hefjast að nýju um helgina. Það er Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, sem setur hinn ævintýralega og vinsæla söngleik eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson á svið í Samkomuhúsinu. Söngleikurinn, sem var frumsýndur árið 2002, er einn allra þekktasti barnasöngleikur þjóðarinnar og hefur töfrandi saga og grípandi tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar unnið hug og hjörtu íslenskra barna á öllum aldri.

Benedikt búálfur er byggður á samnefndum bókum eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og fjallar um vinina Benedikt búálf og Dídí mannabarn og ferðalag þeirra um Álfheima. Tóta tannálfi hefur verið rænt og allur Álfheimur er í hættu. Vinirnir leggja af stað og á leiðinni lenda þau í ýmsum ævintýrum og ásamt dreka, blómálfum og alls konar furðuverum hjálpast þau að við að bjarga Álfheimum.

Með hlutverk Benedikts fer Árni Beinteinn Árnason en aðrir leikarar eru Björgvin Franz Gíslason, Valgerður Guðnadóttir, Króli, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson og Birna Pétursdóttir. Leikstjóri er Vala Fannell. Miðasala er í fullum gangi á mak.is.

Sambíó

UMMÆLI