NTC

Beint flug milli Keflavíkur og Akureyrar hefst í febrúar

Nú verður hægt að fljúga beint til Keflavíkur frá Akureyri

Nú verður hægt að fljúga beint til Keflavíkur frá Akureyri


Flugfélag Íslands hefur tilkynnt að félagið hyggist hefja beint flug milli
Keflavíkur og Akureyrar. Flogið verður allt árið um kring en áætlað er að fljúga 6 sinnum í viku.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk búsett á Norðurlandi en mikið hagræði getur falist í því að fljúga beint til Keflavíkur í stað Reykjavíkur á leið erlendis. Einnig er gert ráð fyri því að flugið muni hafa jákvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn á Norðurlandi.

Í tilkynningu frá Flugfélagi Íslands segir Árni Gunnarsson, framkvæmdarstjóri að félagið hafi verið að skoða þennan möguleika í nokkurn tíma og ljóst sé að þetta muni auðvelda ferðamönnum enn frekar að ferðast áfram innanlands.

Eins og við greindum frá í gær þá hafa Siglfirðingar með Róbert Guðfinnsson í fararbroddi hug á því að stofna flugfélag til að auka straum ferðafólks norður í land. Áhugavert verður að sjá hvort að þetta útspil Flugfélags Íslands hafi áhrif á þau áform.

Sambíó

UMMÆLI