Beiðnir margfaldast hjá Matargjöfum

Beiðnir margfaldast hjá Matargjöfum

Beiðnir hjá Matargjöfum Akureyrar hafa margfaldast á síðustu mánuðum og á sama tíma hefur lítið safnast inn á reikning félagsins. Í tilkynningu frá Matargjöfum er biðlað til þeirra sem geta að aðstoða starfsemina:

„Því miður hafa beiðnir margfaldast á síðustu mánuðum og þar af leiðandi er greiniega að mikil fátækt er í okkar góða samfélagi og því verðum við að biðla til ykkar ágætu þegnar að aðstoða okkur við að aðstoða við fátæktina.

Matargjafir Akureyri hafa þurft að draga úr stuðningi á innlögnum á Bónuskort  á þessu ári vegna þess að lítið hefur safnast á reikning Matargjafa. Í febrúar mànuði lögðum við rúma 1 milljón inn á Bónuskort og var upphæð á hvert kort 10-15 þúsund krónur. Á reikning Matargjafa í febrúar safnaðist 97.500 kr
-Dominos styrkir okkur með gjafabréfum í hverjum mánuði en það fá ekki allir gjafabréf frá þeim heldur reynum við að dreifa því yfir á skjólstæðinga okkur þannig að allir fái gjafabréf á einhverjum tímapunkti
Axelsbakarí  styrkir okkur með brauðmeti
-KFUM styrkir okkur með húsnæði í hverjum mánuði og 8 sjálfboðaliðar eru í fararbroddi Matargjafa og er því enginn kostnaður sem fer út af reikningi í húsnæði, rafmagn, hita eða laun. Allt sem safnast fer beint til skjólstæðinga okkar.
-Í febrúar áætlum við að matur + innlegg á Bónuskort og Dominosgjafabréf hafi numið um 4 milljónir og á þessu tala ekki eftir að lækka því miður.

Það eru rúmlega 3400 manns inn á síðu matargjafa og ef hver þeirra myndi gefa 500- 5000kr í hverjum mánuði þá getum við aðstoðað þá sem ekkert eiga.
-Við höfum verið að nýta afganginn sem safnaðist fyrir jólin núna í jan og feb því að miðað við að 97.500 kr. safnaðist í febrúar þá dugar það engan veginn til að við getum lagt inn á Bónuskort
-Við minnum á að Matargjafir eru mannúðafélag. Ef þið farið inn á RSK getið þið séð reglurnar fyrir mannúðafélög um skattafrádátt þeirra sem leggja inn
-Reikningsnr Matargjafa: 1187-05-250899
Kennitala Matargjafa: 670117-0300“