NTC

Beethoven tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frestast til 22. maí

Beethoven tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frestast til 22. maí

Vegna heimsfaraldurs frestast tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á einu af vinsælustu verkum Ludwig Van Beethove, fimmtu sinfóníunni, til 22. maí. Miðaeigendur eiga von á tölvupósti frá miðasölu Hofs. 

Í tilefni 250 ára fæðingarafmælis Ludwig Van Beethovens flytur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands eitt af hans vinsælustu verkum, fimmtu sinfóníuna. Það voru einnig tímamót hjá þeim félögunum Jóni Hlöðver Áskelssyni tónskáldi sem varð 75 ára og Arngrími Jóhannssyni flugkappa sem varð áttræður á stórafmælis ári Beethoven 2020.

Til hátíðabrigða ætlar SN að frumflytja SOS sinfóníu Jóns fyrir sinfóníuhljómsveit og morssendi. Einleikari á morssendi verður Angrímur sjálfur. Þessu verki er ætlað að varðveita tungumálið MORSE. Þeim fer fækkandi á jörðinni sem skilja og tala þetta mál.

Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann

Einleikari: Arngrímur Jóhannsson

Höfundar tónlistar: Ludwig van Beethoven Jón Hlöðver Áskelsson

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó