Becromal heitir nú TDK Foil Iceland ehf.

Becromal heitir nú TDK Foil Iceland ehf.

TDK Corporation tilkynnir að nafni dótturfélagsins Becromal Iceland ehf. hefur verið breytt í TDK Foil Iceland ehf. Breytingin tók gildi þann 6. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. TDK Foil Iceland ehf. er með starfandi verksmiðju í Krossanesi á Akureyri.

,,Nafnabreyting aflþynnuverksmiðjunnar á Akureyri er liður í að samræma markaðsstarf TDK Group. Nýtt nafn mun ekki hafa nein áhrif á verksmiðjuna, stjórnun hennar, starfsemi eða framleiðslu. Á næstu dögum breytist útlit Becromal verksmiðjunnar, þegar hið vel þekkta merki TDK leysir það gamla af hólmi,“ segir í tilkynningunni.

TDK Corporation er leiðandi rafeindatæknifyrirtæki á heimsvísu með aðsetur í Tókýó í Japan. Fyrirtækið rekur framleiðslufyrirtæki, hönnunar- og söluskrifstofur í Asíu, Evrópu og í Norður-og Suður-Ameríku. Í áætlunum sínum fyrir yfirstandandi ár gerir gerir TDK ráð fyrir að selja framleiðsluvörur fyrir um 12 milljarða USD. Hjá fyrirtækinu starfa um 103.000 manns um allan heim.

Um TDK Foil Iceland ehf.

TDK Foil Iceland (áður Becromal) var stofnað árið 2009 og er dótturfyrirtæki TDK Foil Italy S.p.A., sem er með höfuðstöðvar nálægt Mílanó, Ítalíu. Fyrirtækið er leiðandi í framleiðslu á aflþynnum fyrir rafþétta sem notaðir eru í margvíslegum iðnaði, s.s. vind- og sólarorku. Hjá fyrirtækinu starfa 104 manns.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó