Kattaframboðið á Akureyri var til umfjöllunar í útvarpsþættinum From Our Own Correspondent á BBC Radio 4 í Englandi í gær.
Í þættinum var rætt um stofnun Kattaframboðsins í framhaldi af umræðu um bann við lausagöngu katta á Akureyri. Kattaframboðið fékk 4,1 prósent atkvæða í bæjarstjórnarkosningum í vor og náði ekki inn manni.
Hægt er að hlusta á umfjöllun BBC með því að smella hér en umræður um Kattaframboðið hefjast eftir um 22 mínútur og 44 sekúndur af þættinum.