NTC

Bautinn býður þér Leif Arnar heim

228-1-1000x700Leifur Arnar er ný herferð á vegum Vistorku til að minnka matarsóun og ber yfirskriftina: ,,Taktu Leif Arnar heim!

Leifur Arnar er tvíþætt hugmynd, annars vegar er þetta vistvænt box sem gert er úr sykurreyr og hins vegar heildarvottun fyrir þá veitingastaði sem að nýta sér hann. Boxið geta gestir notað undir matarafgangana sína nái þeir ekki að klára af disknum því ef að gestir klára ekki matinn er honum annars hent í ruslið.

Bautinn er fyrsta veitingahúsið á Akureyri til þess að taka upp Leif Arnar og því hefur Vistorka ákveðið að gefa þeim fyrstu 1000 bakkana. Guðmundur á Bautanum segir þetta einungis vera fyrsta skrefið í umhverfisátaki Bautans en þau ætla líka að vera duglegri í því að flokka rusl betur.
Nú er bara að vona að fleiri veitingastaðir á Akureyri fylgi sama fordæmi en það þekkist á fáum stöðum að ruslið sé flokkað, þ.e. lífræna frá ólífræna.
untitled

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó